Ó systir er ég flý í fangið á þér
og mér í fjarlægð burt þú heldur
í gegnum framandleikann Faðir vor sér
þann skaða er fálæti þitt veldur.

Ó systir stattu um okkar vináttu vörð
ég er þess virði að hugga og skilja.
Og eitt er takmark okkar tilveru á jörð
að lifa í takt við Drottins vilja.

#Hönd í hönd við gengum veg hins glataða manns.
Loks við erum hólpin fyrir hjálpræði Hans.#

Ó systir, bróðir þinn er bankar hjá þér
þá snúð’ei í baki í hann, hokinn.
Þótt úthaf tímans virðist endalaust ber
hvert fley að eyðiströnd í lokin.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir
Tags: Bob Dylan

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago