Einmitt þegar þú heldur
að þú hafir fest hönd á mér
mun ég renna þér úr greipum
í nýjum ham.

Eftir skil ég grænsilfraða minningu
milli handa þinna,
mittislinda,
hluta af sjálfum mér.

Láttu ekki vondu drottninguna
hnýta að þér lindann mín ljúfa,
horfðu á eftir mér
þegar ég hverf í nýja hamnum mínum
djúpt inn í laufþykknið,
þar mun ég leita þér epla.

Sett í skúffuna í október 2000

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago