… og skuggar hnipra sig saman
þegar morgunskíman
vomir ógnandi yfir

matarleifum gærdagsins
á eldhússborðinu
dagatali fyrra árs
sem enn hangir á veggnum
og bunka af ógreiddum reikningum

barn í götóttum sokk
togar sængina niður á gólf
og skjannahvítur morgunn
heltekur
vansvefta mjaðmir

að 5 börnum fæddum
hreyfir líkaminn mótmælum;
fyrir undna tusku
eymsli í öxlum
og stingur í mjóbak og mjöðm
við hvert moppudrag yfir gólfið

bjúgur dagsins
fyrir heimilisreksti
brjósklos næturinnar
fyrir uppsöfnuðum vanda
dugar ekki til

og bankinn
kinkar kolli samúðarfullur
og skrifar læknisvottorð;
sólarrhing
með 3 vinnustundum til viðbótar

og skuggarnir anda léttar
og breiða úr sér
yfir rúminu.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago