Í leit minni að heimkynnum
hef ég sleppt bæði dúfum og hröfnum
sem alltaf sneru aftur
tómnefjuð
og enn rekur bát minn fyrir straumum.

Ég játa að ég treysti hröfnum betur en dúfum,
kann betur við ís og sand en ólívugreinar
og enginn flóttamaður er ég
heldur landnemi.

Ekki veit ég
hvort hrafnar sveima
yfir fjallinu hvíta í austrinu
en hitt hef ég séð;
atað dúfnasaur
er torg hins himneska friðar.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago