Landkynning

Utan við kaffi Austurstræti
svipta vorvindar hraðir
skjóllitlum flíkum
ljóshærðar stúlku
sem brosir til ferðamanna,
berrössuð
eins og hálendið sjálft
og krefst ekki greiðslu.

Önnur smávaxin, dökk
við dyrnar,
leiðir drukkinn landa
út í nepjuna,
nemur staðar við hraðbankann
með skáeygu brosi.
Á Íslandi gerast allir hlutir hratt.