Húm yfir Heimakletti
hnigin er sól við Eyjar
merla sem máni á sjónum
malbikið ljós frá húsum.
Lundi úr holu heldur
hafið svo finni kofa.
Pysja í ljósið leitar
lendir í húsasundi.

Skríður í skugga, hræðist;
skyldu ekki svalar öldur
færa henni fisk að óskum
freyða við klett og eiði?
Finnur þá frelsi minna
fangin af höndum ungum;
pysjuna Eyjapeyi
passar í nótt í kassa.

Austur af Vestmannaeyjum
eldar af nýjum degi.
Krakkar í fríðum flokkum
fjöruna prúðir þræða.
Kofa mót himni er hafin
heimkynni rétt svo nemi,
syndir á sjónum lundi
svífur að kvöldi yfir.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago