Þetta er hugsað sem tölvuljóð. Þegar lesandinn sér ljóðið fyrst eru engin bandstrik í því. Þegar aðgerð er valin, skiptir tölvan einhverjum þeirra orðastrengjum sem eru með bandstriki. Valið er af handahófi hverju sinni. Ljóðið er á svörtum grunni, öll samsett orð gul, allir slitnir orðastrengir rauðir, öll hin orðin græn. Bandstrikin eru svört og sjást því ekki.

Þegar hugskot mitt hæfir þig
í orðastað
og óð-
fluga kemur þér í koll-
steypu-
stöðvarstjórastöðuna,
hefurðu orðaleik af fingrum fram
yfir skotgröf og dauðans alvöru-
mál-
flutning(s)mann-
dómsvíg(s)luna.

Og þegar við orðstrengjum
stríðum
við stuðla-
berg-
mál-
gleði-
þjófanna kögunarhól,
ég heit-
strengi,
vind-
hörpustrengina og strýk þér
orð-
varir eru þeir of-
sögum,
margbið-
lund þeirra ör-
skot-
hríðar-
bylur á glugga-
kistu-
lokinu.

Komdu og skoðaðu í gluggakistuna mína
þar geymi ég glataða can´t steina.

 

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago