Categories: Allt efniLeikfimi

Hvatningarlagið

Helga er að æfa sig fyrir leikfimikeppni og vinkonur hennar hvetja hana.

Ása: Teygja, púla taka á
takmarkinu ef viltu ná.
Efla bæði þrek og þol
þjálfa leggi skut og bol.

Helga: Gengur hægt, hvað á ég að gera?
Ása: -nú gef ég þér stera.

Ása: Stelpu sterka höfum við.
Stöndum báðar þér við hlið.
Ef þú þolir ekki tap
efla skal þitt keppnisskap

Helga: Ef ég tapa, eflaust ég dæi.
Signý: -ert´ekki í lagi?

Helga: Hvernig verður keppnin sú?
Kannski alveg úr úr kú?
Ása: Öll hún fer á einhvern veg
Signý: -aldrei verri en ömurleg.

Helga: Hvað vantar svo ég vinni’essa keppni
Signý: -helvítis heppni

Ása: Ef þú þreytist þessu á
þokkalega mundu þá:
árangur er afstæður
Signý: -aldrei verri en afleitur.

Helga: Sæll mun verða sigursins losti
Signý: -hvað ætli´ann kosti?

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago