Flýgur í hring yfir haug
hugar við dögun og húm
ætis að eilífri leit.
Hrafn er minn hugur
og hungrar í þig.
Hvít svífur dúfa yfir dal.
Flytur hún lofgjörð um líf,
friðsemdar fegursta mynd.
Svæfir þín sála
mitt sársaukabál.
Flýgur í hring yfir haug
hugar við dögun og húm
ætis að eilífri leit.
Hrafn er minn hugur
og hungrar í þig.
Hvít svífur dúfa yfir dal.
Flytur hún lofgjörð um líf,
friðsemdar fegursta mynd.
Svæfir þín sála
mitt sársaukabál.