Galdrakvæði handa Ingó

Ég vildi að þetta hefði virkað

Bölmeini bitru eitrað
bráðu er Ingólfs blóðið
Nein veit þar ráð í nauðum
norn utan rúnir fornar.
Skal hann þó sköpum renna
skjót munu undan láta
illkynja mein að öllu
óværu út skal særa.

Kalla í kvæði snjalla
kunnáttu lækna og tækni
beisk víkja meðöl böli
braut, svo að lini þrautir.
Þér dreg ég Ýr og Æsi
átta svo brátt þeir finni
veiluna vonda og fæli
vísindin þennan fjanda.

Eva Hauksdóttir

Share
Published by
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago