Einsetumaðurinn

Myndin er eftir Emily Balivet

 

Þú hefur horft á kofa hans úr fjarska,
séð ljóstýru í glugga
kannski heyrt hundgá eða hanagal
en aldrei hætt þér svo nærri að þú sæir útidyrnar.

Í kvöld logar ekkert ljós í glugga
og þegar þú knýrð dyra kemur enginn og opnar,
svo að endingu hverfurðu frá.

Á leiðinni niður hlíðina
sérðu veru með ljósker nálgast kofann.
Það er einsetumaðurinn
og úlfhundur fylgir honum.

Þú stendur álengdar
og horfir á dreng
sem einn vormorgun fyrir löngu
sat við rúmstokk þinn
og angraði vit þín með frjókornum.
Nú gengur hann hokinn við staf
og safnar grösum í mykrinu.

Þú gerir ekki vart við þig þegar hann gengur fram hjá
en í skini kolunnar sérðu að honum er sprottinn hökutoppur.
Dynurinn frá klaufum hans er þyngri en áður
en augum hans brennur blik
hið sama og þú sást þann vormorgun:
Blikið sem hvarf.

Þótt haustið nálgist
vaxa ennþá Baldursbrár við veginn.