Afmælisvísur handa andmenningarsinna

Kristinn Theodórsson hélt úti bloggi undir heitinu Andmenning þar sem hann skrifaði um trúmál og fleira. Hann tók svo upp á því að gagnrýna málflutning femínista og fékk Knúzverja og þó einkum og sér í lagi Hildi Lilliendahl upp á móti sér. Ég skrifaði þessar vísur á afmælisdaginn hans.

Við kennivaldið klæmast þær
sem knúsa internetið.
En eflaust á minn Kristinn kær
kýrskýringametið.

***   ***   ***   ***   ***   ***   ***   ***

Kristinn hefur marga hildi háð við Hildi.
Inn á völl þann ei ég vildi
utan að bregða sverði og skildi.

***   ***   ***   ***   ***   ***   ***   ***

Öll þín skrif af andmenningu ólga,
þreytist seint að þrefa við
þær sem knúsa alnetið
forráðssinna og feminstameyjar   :Þ

***   ***   ***   ***   ***   ***   ***   ***

Við dogmatík seint mun hann dufla
en daglangt í fræðunum grufla
og H. Lilliendahl
verður létt spindegal
þegar graðhrútar geldjarmið trufla.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago