Á vinnustöðum Reykjavíkurborgar (þar sem 80% starfsmanna eru konur) er klámvæðingin og kynferðisleg áreitni svo stórt vandamál að borgin sá ástæðu til að gefa út sérstakan bækling um málið. Nýleg könnun sýnir hinsvegar að á Landspítalanum verður um ein af hverjum hundrað konum fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Fleiri segjast þó verða fyrir áreitni af hálfu sjúklinga (sem eru margir hverjir geðsjúklingar og gamalmenni.)

Mér finnst við hæfi að syngja þessar vísur með sama lagi og „Ég kátur stunda kvennafar“ sem Ríó fluttu á meðan klám var ekki aðgengilegt og karlar virtu því konur. Ég finn ekki upprunalegu útgáfuna á netinu en lagið er í flutningi Papa neðst í færslunni.

***

Vinnustaðavandamál er valdasjúki karlinn
sem káfar títt um kvenmannsskaut og kátur herðir jarlinn.
Við góðar stúlkur grínast þessi greddusjúki perri
já ofbeldið er endalaust og áreitnin þó verri.

En Lansinn virðist laus við karla, lostafulla og sjúka
þar sjúklingunum sinna þeir en sjaldan rassa strjúka.
Því virðist mér sem vinnustaðavandamálið stóra
sé kynjajafnað kennivald með klámvæðingaróra.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Þar sem beitilyngið grær

https://www.youtube.com/watch?v=7MExOwPxZZ8 (meira…)

54 ár ago

Kvæði handa Pardus

https://www.youtube.com/watch?v=YFaUztPKvv0 (meira…)

54 ár ago

Afhendingar handa Eynari

Þessar afhendingar skrifaði ég handa Einari fyrsta árið sem við bjuggum saman. Að strákunum mínum…

54 ár ago

Útivist

Myndin er af vef Reykjavíkurborgar Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn.…

54 ár ago

Múrinn

Þennan texta skrifaði ég við lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið gefið…

54 ár ago

Klípiklíp

Þennan texta skrifaði ég við ekta seventies-lag eftir Begga bróður minn. Sem hefur ekki verið…

54 ár ago