Til heiðurs Bobby Fisher

Ég hebbði nú haldið að tilgangurinn með því að hola einhverjum niður á Þingvöllum væri sá að heiðra minningu manns sem hefur lagt eitthvað sérlega markvert til íslenskrar menningar. Það er allavega þessvegna sem Einar og Jónas voru grafnir þar. Þeir voru þjóðskáld. Það merkir að skáldskapur þeirra átti stóran þátt í því að móta sjálfsmynd Íslendinga sem þjóðar sem og ímynd okkar út á við. Auk þess var skáldskapur helsta útflutningsgrein okkar um aldir og bókmenntir og fræði eru uppistaðan í menningararfleifð okkar.

Hefur þessi útlenski skákmaður haft einhver sérstök áhrif á íslenska menningu eða ímynd? Óekkí. Helsta afrek Bobby Fisher í þágu Íslands og Íslendinga voru þau ummæli hans að skyr væri gott. Sem ég viðurkenni að var ósköp sætt af honum. Það væri því viðeigandi, fyrst aðdáendaklúbbi BF þykir ekki nógu fínt að grafa hann meðal bænda, sjómanna og annarra þeirra sem unnu fyrir landið og greiddu því skatt í marga áratugi, að heiðra hann með því að grafa lík hans á lóð Mjólkursamsölunnar.

Share to Facebook

1 thought on “Til heiðurs Bobby Fisher

 1. ——————————
   
  meira bullið. þetta hlýtur að vera grínfrétt.

  vona að Bobby valdi ekki eins miklum deilum dauður og hann gerði lifandi. eða jú. eða nei. eða ég veit það ekki. (get ekki einu sinni verið sammála sjálfri mér)

  Posted by: baun | 20.01.2008 | 10:25:19

  —   —  —

  grafa hann undir útitaflinu, ekki spurning.

  Posted by: hildigunnur | 20.01.2008 | 18:57:25

  —   —  —

  Fisher kom Íslandi á kortið og það eitt og sér er mikið afrek. Ég hitti enn útlendinga sem nefna skákeinvígið um leið og ég segi þeim að ég er frá Íslandi. Við eigum því Fisher mikið að þakka (sem og hann okkur).

  Posted by: Þorkell | 20.01.2008 | 22:16:43

  —   —  —

  Ég er nú sammála þér að hann eigi ekki beint erindi á Þingvöll blessaður þó svo hann hafi dásamað skyrið. Það er ekki galin hugmyndin hennar Hildigunnar. Ég sé alla vega fyrir mér legstein sem er eins og taflborð.
  Hugsa sér að hann skyldi verða 64 ára eins og reitirnir eru á taflborðinu.
  Kær kveðja til ykkar allra,

  Posted by: Ragna | 20.01.2008 | 23:13:00

  —   —  —

  Mínar skoðanir á Fisher eru nokkuð í tvö horn. Annars vegar met ég hann mikils sem listamann í skák og verk hans á því sviði eru hrein snilld og unun á að horfa. Svo er það persónan Fisher, snargeggjaður gyðingahatari og sérvitringur. Ég held að sagan muni snilldina en gleymi breyskleika þess manns sem spann af sér slíka fegurð.
  Varðandi greftrunarstaðinn þá mundi ég halda að Bandaríkjamenn ættu að sjá sóma sinn í að búa honum stað í Arlington.

  Posted by: Guðjón Viðar | 21.01.2008 | 9:09:58

Lokað er á athugasemdir.