Þarf ég limágræðslu?

penisÉg var rétt í þessu að opna tölvupóstinn minn sem ég hafði ekki litið á í 3 daga. Í pósthólfinu vor 15 skilaboð, öll frá fyrirtæki sem síðustu vikur hefur oft á dag sent mér bréf þess efnis að ég eigi kost á að kaupa eitthvert töfralyf sem stækkar typpi og eykur stinningu. Ég hef aldrei svarað slíkum pósti heldur eytt honum jafn óðum enda hef ég ekki typpi (hvað þá typpi sem ég vil láta stækka) og þekki engan og hef aldrei þekkt neinn sem mér finnst þurfa á slíku töfraefni að halda.

Ég skil ekki almennilega hvers vegna umrætt fyrirtæki leggur það á starfsfólk sitt að senda sömu manneskjunni og það konu, þessa auglýsingu oft á dag. Getur verið að einhver á vegum fyrirtækisins hafi séð mig í sundlaugunum og ályktað að ég sé karlmaður með óvenju smáan lim? Reyndar virðist þetta fyrirtæki hafa það að markmiði að stækka öll typpi í heiminum því kunningi minn sem er óvenju tröllslega vaxinn niður, fær einnig póst frá þessu fyrirtæki. Fær kannski allt fólk í heiminum tölvupóst frá þessu fyrirtæki oft á dag? Hvers vegna oft á dag? Til þess að þessi eini maður af hverjum 1000.0000 sem er með of lítinn lim til að gagnast konu vandræðalaust nái aldrei að festa hugann við neitt annað? Eða til þess að sannfæra hina 999.999 um að stærð limsins ráði úrslitum um það hversu góðir elskhugar þeir séu og um vinsældir þeirra og velgengni í lífinu.

Ég er satt að segja orðin hundleið á þessum auglýsingum sem er sífellt verið að smygla inn á mig. Ætli eina leiðin til að losna við þær sé sú að fara í limágræðsluaðgerð og senda fyrirtækinu vottorð um að aðgerðin hafi farið fram, ásamt málum á vininum? Eða er til einföld leið til að losna við þennan ófögnuð?

 

Share to Facebook

1 thought on “Þarf ég limágræðslu?

  1. Sigurrós @ 01/07 20.45

    Kannski ég komi með þér í limágræðsluna…alla vega fæ ég reglulega sama póstinn og þú 😉

Lokað er á athugasemdir.