Hvað annað var þessi stundakennari að bardúsa?

Íslenskir fjölmiðlar eru ömurlegir.

Í dag getum við lesið allt um það hvað Emmu Watson finnst um djammið í Reykjavík og við höfum blessunarlega verið leidd í sannleika um það að Ásdís Rán og Sveinn Andri eigi sama afmælisdag.

Enginn hirðir hinsvegar um að komast til botns í því hvað þessi stundakennari við HÍ hefur verið að bardúsa. Stundakennsla er hlutastarf og varla hefur maður sem segist vera með doktorspróf þegar hann sækir um vinnu hjá HÍ verið bensínafgreiðslumaður að aðalstarfi. Getur verið að maðurinn hafi verið í öðru starfi og kannski jafn mikilvægu út á ímyndað doktorspróf? Getur verið að hann hafi fengið rannsóknarstyrki út á það? Vissi kirkjan eitthvað um málið?

En líklega hafa blaðamenn lítinn tíma afgangs þegar búið er að sinna selebbfréttunum og nauðgunarfréttunum sem tröllríða fjölmiðlum á meðan spilling og fúsk blómstra bak við tjöldin.

 

Share to Facebook