Góðar fréttir loksins

Sjálfsagt halda mjög margir að besta og jafnvel eina leiðin út úr þjóðargjaldþroti sé sú að pína náttúruauðlindir okkar enn frekar. Sjálfsagt vill meirihlutinn ganga býsna langt til að hægt sé að halda neyslusukkinu áfram. En jörðin ber það ekki.

Heimskreppan stafar ekki af náttúruhamförum eða öðrum óviðráðanlegum ástæðum. Hún stafar af því að örfáir menn blóðmjólka fjöldann. Á Íslandi bætist svo við undarlegur talnaleikur sem virðist ekki óskyldur seðlafölsun.

Leiðin út úr kreppunni er ekki sú að reisa fleiri álver, heldur sú að draga úr neyslu almennt og draga þá til ábyrgðar sem hafa hagnast með blekkingum, spillingu og valdníðslu.

Ég er kapítalisti. Þ.e. ég vil gjarnan þéna meira en ég þarf. En mér er ekki skítsama hvering. Ég er ekki til í að græða á eymd fólks sem fæðist inn í vítahring fátæktar. Ég vil ekki fórna möguleikum komandi kynslóða til að sjá sér farborða, með því að þrautpína náttúruna sjálfri mér í hag. Og það gerir mig að mjög lélegum kapítalista því það er ekki hægt að þéna miklu meira en maður þarf, án þess að traðka á einhverjum.

Flestir vilja ekki horfast í augu við að vandamál okkar er annarsvegar of mikið vald á of fáum höndum og hinsvegar of mikil neysluhyggja. Þessvegna er nú aldeilis ágætt að kapítalisminn komi okkur í koll á þennan hátt, nú höfum við einfaldlega ekki efni á að grafa meira undan okkur með stóriðju.

Share to Facebook

One thought on “Góðar fréttir loksins

  1. ——————————————————–

    Við megum auðvitað nýta auðlindir okkar og það gerum við. Við megum hinsvegar ekki ganga svo hart að náttúrunni að hún bíði þess ekki bætur og allra síst þegar kaupendurnir eru andstyggileg stórfyrirtæki sem bera ábyrgð á óafturkræfum umhverfisspjöllum og mannréttindabrotum um allan heim.

    Eva Hauksdóttir, 2.12.2008 kl. 11:29

    ——————————————————–

    Eva ertu eitthvað rugluð ???  Við erum ekki að ganga á náttúruna frekar en ég heiti hundur.

    Það er nóg af orku sem má beisla hér á landinu og þeir sem að græða mest á þessu er íslenska fólkið.   Þetta skilar sér í peninnum í ríkiskassann sem að notaðir eru til að byggja vegi okkar.  Viðhalda sjúkrahúsum okkar.  Og síðast en ekki síst þá skapar þetta góð og örugg störf fyrir fjölda manns.

    Hvað er slæmt við þetta ?

    Það var öllum skítsama um þessa kárahnjúka þangað til það var minnst á þessa virkjun þar.   Það vissi ENGINN hvað þetta var nema kannski þeir sem búsettir voru þarna í kring.

    Ef þú skoðar hluti eins og Hoover stífluna í USA þá sérðu það að hún er einn mesti aðdragandi ferðamanna á þeim slóðum.  Slíkt hið sama má segja um Kárahnjúka.   Lagðir hafa verið góðir vegir uppað virkjunini og komast ferðamenn þar af leiðandi ennþá nær landinu.   Og þetta eykur bara ef eitthvað er áferðamannaumferð um hálendið.

    En nei konan sem heldur að hún sé eins og Nelson Mandela og Ghandi með því að hóta að beita ofbeldi í mótmælum getur bara ekki verið með öllu mjalla.

    Mig langar að benda þér á að lesa þetta.

    Davíð Oddson og sjálfstæðisflokkurinn er eini pólítíski flokkurinn sem hefur nokkurntíman sagt eitthvað á móti þessum auðmönnum.  Og þú ræðst að honum eins og hann sé vondi karlinn.   Lestu þessa færslu og vonandi sérðu hvað þú ert að gera með þessum skrípalátum þínum í gær.

    Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:38

    ——————————————————–

    Sæll Arnar

    Hefur þú einhverntíma rýnt í reikninga Landsvirkjunar og síðan reynt að meta hvað orkuverðið þarf að vera til að fjármagnið sem bundið er í Kárahnjúkum skili t.d. bara ávöxtun sem þú fengir á almenna sparisjóðsbók? Ég er viss um að ef þú eyddir u.þ.b. klukkustund og settir upp núvirðislíkan í Excel m.v. vegna meðalvexti LV í 6 mánaða uppgjörinu og fjörutíu ára endurgreiðslutíma kæmi margt þér á óvart. Skoðaðu þetta og veltu því svo fyrir þér hvort að kwh til álversins á Reyðarfirði, út frá reikningum þínum, þar sem 50.000 kwh (eins og þriggja ára notkun meðalheimilis) þarf til að framleiða eitt tonn af áli, þurfi að vera til að standa undir svo lágri ávöxtunarkröfu.

    Málið er að við höfum gert allt of lága peningalega kröfu til náttúruauðlinda okkar. Skammarlega lága og þess vegna höfum við virkja eins og vitleysingar og nú er svo komið að fjárstreymi þeirra samninga sem gerðir hafa verið duga varla til að standa skil af afborgunum og vöxtum skuldbindinga Landsvirkjunar. Landsvirkjun er í raun tæknilega gjaldþrota og mun örugglega eiga í miklum erfiðleikum með að fjármagna sig á næsta ári. Þetta er enginn „business“, í besta falli lélegur „business“, þar sem gengið er á auðlindir og þær verðlagðar þannig að varlar dugar fyrir afborgunum og vöxtum af fjármagninu sem þarf til framkvæmdanna. Annað orð yfir þetta er „sóun“, þar sem fjármagni og auðlind er sóað á grundvelli of lágra krafna.

    Hagbarður, 2.12.2008 kl. 17:35

Lokað er á athugasemdir.