Enn einn naglinn í kistuna

Sérkjör fyrir stóriðju koma ekki á óvart, hvort sem það er nú löglegt eður ei. Lög og siðferði skipta valdaklíkuna litlu máli þegar stórfyrirtæki eru annars vegar, hvað þá heilbrigð skynsemi.Ál hrapar í verði. Stoðir stóriðjunnar eru fallnar. Dæmið er rangt reiknað. Álfyrirtækin stefna í gjaldþrot og orkufyrirtækin berjast í bökkum. Ríkisstjórnin er sú óvinsælasta frá upphafi lýðveldisins og hefur bakað sér óvild og aðhlátur víða um heim. Nokkrir af verstu stóriðjugróðapungum landsins stríða við njálg, flatlús eða aðra óværu (það eina úr álögum mínum sem ég hef ekki fengið staðfest að hafi gengið eftir). Svo lagði ég á í nóvember í fyrra. Ég hef verið spurð að því hversvegna ég hafi ekki frekar galdrað umhverfissiðferði í ráðamenn en það eru takmörk fyrir því hvers konar kraftaverk er hægt er að fremja með göldrum. Það er einfaldlega óraunhæft að þau skrípi sem ráða hér lögum og lofum, sjái sóma sinn í því að láta af þessu stóriðjurugli.

Sagt er að maður eigi aldrei að trufla andstæðing sinn á meðan hann er að gera mistök en þegar mistökin koma niður á náttúru landins og komandi kynslóðum, þá hlýtur hugsandi fólk að reyna að stöðva þessa vitleysinga. Sem láta náttúrulega ekki ræðuhöld og bloggskrif stöðva sig og fáir hinna hugsandi hafa dug eða hugrekki til að ganga lengra.

Ég reikna með að múgmennið gyrði niður um sig af einskærum fögnuði. Kasti skít í Saving Iceland fyrir þá veiku andspyrnu sem við þó reynum að veita. Sjái fram á að ná í meiri péninga til að henda í kjaft Baugs og annarra útrásarloddara. Eflaust munu þeir öðlingar draga fram miklar birgðir af vaselíni sem kalla fram þakkartár á hvarmi guðjónsins.

mbl.is Helguvík langt komin í ríkisstjórn

 

Share to Facebook

One thought on “Enn einn naglinn í kistuna

  1. —————————————————-

    Orðbragð þitt er þér til sóma en væri það ekki ef um sómakært fólk væri að ræða.

    Fúkyrðaflaumurinn er þér nú sam sennilega sambiðinn.  Hvað varðar skítkast í „Saving Iceland“ þá hefur það kast komið frá ykkur og virðast birgðir af því efni ótakmarkaðar.

    Ólafur I Hrólfsson

    Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 12:57

    —————————————————-

    Í mínum huga snýst sómi um það að hafa ákveðin prinsipp og framfylgja þeim. Fyrsta prinsippið snýst um heiðarleika og kemur glögglega fram í draumi Bastíans bæjarfógeta Kardimommubæjar um anarkískt samfélag;

    engum sæmir annan svíkja/ allan sóma stunda ber

    Annað prinsippið er heilindi. Það að vera sjálfum sér samkvæmur og standa með sinni sannfæringu en viðukenna mistök sín hafi manni skjátlast.

    Þriðja prinsippið er samfélagsleg ábyrgð. Að sýna lítilmagnanum sérstaka tillitssemi og vernda þau kerfi sem ætluð eru til að halda uppi almennum mannúðarsjónarmiðum og velferð allra.

    Í þessu felst sómi og ég hika ekki við að kalla það sínu rétta nafni þegar valdhafar sýna af sér margháttaðan ósóma. Það eru þó ekki bara þeir sem eru vandamálið, heldur einnig mannsauðirnir sem jarma upp í þá og hlýða í blindni, jafnvel þótt ósómi þeirra sér öllum ljós.

    Það kemur hinsvegar illa við jakkafatafasista, pempíur og aðrar rassasleikjur þeirra ráðamanna sem skortir sæmd til þess að gefa eftir völd sín þegar þeir hafa, ýmist sakir afglapaháttar eða spillingar, stefnt þjóðinni í gjaldþrot, þegar fólk hefur til þess hugrekki og orðaforða að segja sannleikann umbúðalaust, tjáir sig.

    Eva Hauksdóttir, 29.12.2008 kl. 13:44

    —————————————————-

    Hér er skotið í allar áttir og notað málfar sem telst víst voða sniðugt. Er eitthvað að marka þetta ? Nei, en kannski skiptir það ekki máli.

    Eiginlega fær maður ekki séð á lestrinum hver það er sem þú vilt að taka við stjórn landsins og hvaða atvinnuhætti við eigum að stunda. Fullyrðingar um ál- og orkufyrirtæki eru kjánalegar. Álverð fylgir olíuverði, er lágt í dag eins og nánast allt annað nema vextir og verðbólga á Íslandi. Af hverju nefnirðu ekki líka olíufyrirtæki? Má kannski ekki, þá kemstu ekki á bílnum eða með flugvélinni til að mótmæla.

    Ég geri fastlega ráð fyrir því að þú sjálft notir enga orku frá íslenskum orkufyrirtækjum miðað við hvernig talað er um þau. Nú ha, gerirðu það ? Já að sjálfsögðu vilt þú líka fá ljós og yl í þitt heimili. Bara veist ekki hvernig það er búið til.

    Hefur þú einhverja lausn í miðjum fúkyrðarflauminum? Eða er bara gaman að mótmæla og vera með læti? Gefa skít í lögguna. Hver er þá lausnin í atvinnumálum þannig að velferðarstigi sé haldið uppi og atvinnuleysi fari ekki í 10-20%?

    Gísli (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:53

    —————————————————-

    Af hverju erum við ekki að skipuleggja mótmæli gegn Kaupþingi vegna 100 milljarðana sem þeir fluttu á milli útibúa og gleymdu svo heppilega að rannsaka í skilanefndinni? Ótrúlegasti þjófnaður síðustu ára.

    baráttukveðjur

    Ari Sig

    Ari Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 15:54

    —————————————————-

    Æ Gísli ég er búin að skrifa svo mikið um stóriðju að ég nenni ómögulega að eyða nóttinni í að endurtaka það allt. Kynntu þér það sem ég hef skrifað, bæði hér og víðar (t.d. á nornabudin.is/sapuopera, áður en þú ferð að ausa yfir mig skít fyrir að hafa engin svör, því ég hef bara ekki verið í neinum vandræðum með þau.

    Eva Hauksdóttir, 29.12.2008 kl. 22:46

    —————————————————-

    Ari, þetta er góð spurning.  Ef þú vilt aðstoð við að skipuleggja slík mótmæli hafðu þá endilega samband.

    Eva Hauksdóttir, 29.12.2008 kl. 22:48

Lokað er á athugasemdir.