Áskorun til Guðna forseta

Svo virðist sem ranglega hafi verið staðið að afgreiðslu Alþingis á samþykkt á tillögu dómsmálaráðherra um skipun dómara í Landsrétt.

Þegar er hafin undirskriftastöfnun þar sem skorað er á forsetann að synja lögnum staðfestingar.  Vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar má sjá hér.

Forseti Íslands er staddur í Finnlandi og á Facebook fara nú fram umræður um það hvort hann fái yfirhöfuð tækifæri til þess að taka afstöðu í þessu máli því á meðan hann er fjarverandi kemur það í hlut handhafa forsetavalds að undirrita lög. En auðvitað þarf Guðni ekkert að láta valta yfir sig. Hann getur auðveldlega lýst því yfir opinberlega að hann myndi ekki undirrita lögin að svo stöddu og það verður að teljast afar ólíklegt að handhafar forsetavalds myndu ganga gegn vilja hans ef hann gerði það.

Guðni er geðþekkur maður og yndislega alþýðlegur forseti. En það er ekki nóg að vera huggulegur, forseti verður líka að standa í lappirnar. Vonandi reynist Guðni ekki síðri öryggisventill en forveri hans.

Þeir sem vilja skora á forsetann að beita valdi sínu til þess að synja lögunum staðfestingar geta skrifað undir hér.

 

Share to Facebook