Leysingar

Myrkar skríða nætur
úr skotunum
gera sér hreiður í snjóruðningum

og dagarnir
skoppa út í bláinn.

 

Síðar breytti ég þessu ljóði en ég held að fyrri gerðin sé betri. Seinni gerðin er þannig:

Myrkar skríða nætur
úr skotunum
gera sér hreiður í snjóruðningum;
þar hafa dagarnir sofið.

Í mjóum taumum
renna þeir út á götuna
leystir úr viðjum
skoppa þeir fagnandi
út í bláinn.

Share to Facebook