Bliss

Ástin mín

Fram úr hjartans fylgsnum særa
fornar rúnir nýjan brag.
Vildi ég með þér vonir næra
vakna til þín sérhvern dag.
Ást þín heit og höndin blíða
héluð þíða kvæðin mín.
Frosin orð úr fjötrum losa,
mosa- augun -mjúku brosa,
má ég vera dindilhosan þín?

Bláar nætur, blíða daga
bergja af þinni fræðalind.
Skapa, galdra, skemma, laga
skálda úr brotum nýja mynd.
Vita af þér vakin, sofin
vekja spurn og svala þrá.
Rifa segl og björgum bifa,
lifa til að lesa og skrifa
ljóð, á meðan ævin tifar hjá.

Share to Facebook