Lekamálið

Þennan texta skrifaði ég í tilefni „lekamáls innanríkisráðuneytisins“ við írskt þjóðlag sem m.a. Papar hafa flutt við íslenskan texta Jónasar Árnasonar. Myndband með laginu er neðst í færslunni.

Á negrahyski níðast má,
þeim sem nauðir og stríð og átök þjá.
Þeim villimönnum vísar frá
okkar innanríkisríkisráðherra.

Í Fitjarhópnum einn þó er
sá sem íslenskt hæli veita ber,
því bráðum fæðist barn hans hér
það veit innanríkisráðherra.

Hæ hoppsa-sí, hæ hoppsa-sa
út með Hönnu Birnu og annan óþverra
Hæ hoppsa-sí, hæ hoppsa-sa
rekum innanríkisráðherra.

En minnisblað í Moggann lak
þegar manninn úr landi frúin rak.
Það átti víst að bera af blak
okkar innanríkisráðherra.

Nú upplýst hafði um einkamál
einhver aumkunarverð og skítleg sál.
Og brautin orðin ansi hál
fyrir innanríkisráðherra.

Hæ hoppsa-sí, hæ hoppsa-sa
út með Hönnu Birnu og annan óþverra
Hæ hoppsa-sí, hæ hoppsa-sa
rekum innanríkisráðherra.

Ritari blaðsins rætinn skeit
yfir réttindi fólks í hælisleit,
en hver það orti enginn veit
nema innanríkisráðherra.

Hver hafði svívirðu og svikum beitt?
eina svarið sem heyrist sökkar feitt;
„Við um það vitum ekki neitt“
segir innanríkisráðherra.

Hæ hoppsa-sí, hæ hoppsa-sa
út með Hönnu Birnu og annan óþverra
Hæ hoppsa-sí, hæ hoppsa-sa
rekum innanríkisráðherra.

En Dé á Vaffi voru tveir
sem vissu það var þvæla og leir.
„Við ykkur tölum ekki meir“,
sagði innanríkisráðherra.

Loks Sigga Friðjóns tók sér tak
þegar trega löggu að verki rak,
og ennþá skítur upp á bak,
þessi innanríkisráðherra.

Share to Facebook