Hér er uppeldisráð fyrir opinskáa foreldra sem vilja ræða ALLAN PAKKANN við börnin sín.

Í beinu framhaldi langar mig að bera eitt mál undir lesendur:
-Er það almenn skoðun að skaðleg hegðun sé afleiðing af fáfræði?

-Er einhver hér sem byrjaði að reykja á unglingsárunum af því að hann taldi víst að það væri hollt?
-Halda menn í alvöru að þeir unglingar sem nota vímuefni viti minna um þau en hinir sem gera það ekki?
-Trúir því einhver að fjórtán ára telpa samþykki að veita hóp pilta munngælur af því að hún haldi að það sé venjulegt skilyrði gestgjafa gagnvart þeim sem hann býður í partý?
-Er það almennt álit manna að þegar hópur pilta hefur kynmök við yngri stúlku sé skýringin sú að enginn hafi sagt þeim að slík hegðun sé ekki ásættanleg?
-Heldur einhver að unglingar sem stunda endaþarmsmök með þeim afleiðingum að stúlkan þarf að fara á slysadeild, haldi í fáfræði sinni að blóð og þjáningar séu bara part af programmet?

Ímyndum okkur unglingasamkvæmi þar sem ýmis andfélagsleg hegðun og áhættuhegðun á sér stað. Mikil drykkja, neysla ólöglegra vímuefna, veski stolið af rænulausum unglingi, kynlífsþjónusta veitt gegn landa, einhver gestanna barinn til óbóta, heimili gestgjafa lagt í rúst, samfarir með zero samþykki, hópreið (með eða án samþykkis) fer úr böndunum og þolandinn endar á slysadeild.

Þetta hlýtur að vera ákaflega óupplýst unglingagengi. Svona atburðir myndu aldrei eiga sér stað meðal unglinga sem hafa setið undir endalausum hræðsluáróðri gagnvart vímuefnum og vita allt um álit mæðra sinna á hóriríi og sódómsku. Eða hvað? Mér koma ýmsar skýringar í hug en fáfræði er ekki ein þeirra. Mér dettur t.d. í hug:

-Gestgjafinn í umræddu samkvæmi var ekki mamma bekkjarfélaga og börnin voru ekki sótt klukkan 12.
-Foreldar barnanna hafa ekki mikil afskipti af því hvaða kvikmyndir og sjónvarpsefni þau nota, hvaða netsíður þau skoða eða hvaða fólk þau umgangast og spjalla við á netinu.
-Einhverjir þáttakenda eru ofbeldishneigðir eða með aðra slæma skapgerðarbresti eða geðræna kvilla.
-Leiðtogar úr hópi þáttakenda eru að eðlisfari líklegri til áhættuhegðunar en meðalmaðurinn og foreldrar þeirra hafa ekki lagt sig fram um að stýra þeim inn á brautir þar sem hægt er að fá útrás á æskilegri hátt.
-Börnin hafa ekki fengið skýr skilaboð um það heima að treysta dómgreind sinni og koma sér burt ef partýið virðist ætla úr böndunum.
-Foreldararnir vita ekki hvar gleðskapurinn er haldinn og gemlingurinn svarar ekki þegar þau hringja.
-Börnin eru vön því að koma heim um miðjar nætur í annarlegu ástandi, án þess að þurfa að gera grein fyrir ferðum sínum.

Getur kannski hugsast að uppfræðsluæðið sem grípur um sig í hvert sinn sem unglingar verða fyrir skakkaföllum, sé örvæntingarfull tilraun til að hafa stjórn á ástandi sem er útilokað að hafa stjórn á með nokkru öðru en gamla, góða húsráðinu; að byrja að ala barnið upp við fæðingu en ekki þegar er orðið 13 ára?

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago