Ég var í miklum vafa um icesave málið. Fór í marga hringi og þótt ég hafi á endanum sagt nei, var það ekki með þeirri hjartans fullvissu að ég gæti ómögulega verið að gera mistök.

Ég sagði nei, vegna þess að enginn þeirra já-sinna sem ég talaði við, gat svarað því hvað jáið raunverulega þýddi. Enginn þeirra vissi hversu háa fjárhæð hann væri að lofa að greiða eða hvort og þá hvernig hún myndi breytast. 

Íslendingur er manneskja sem kaupir íbúð á 25 milljónir, borgar og borgar og borgar. Sér eftistöðvarnar hækka og hækka og hækka og er á endanum búinn að borga 100 milljónir. Íslendingur er manneskja skilur ekki algebru. Maður sem lofar að borga x fyrir íbúðina sína og reiknar bara með því að fyrst hann ráði við afborganirnar á þeirri stund sem samningurinn er gerður, þá hljóti x-ið að standa fyrir ‘eitthvað viðráðanlegt’.

Íslendingur er manneskja sem segir já, ég skal bara borga þetta af því að það hlýtur að vera sanngjarnt, án þess að hafa minnstu hugmynd um hver fjárhæðin verður þegar upp er staðið.

Ég er Íslendingur. Ég tók lán og sagði já við öllum skilmálum, lofaði að borga x krónur, þótt ég hefði ekki hugmynd um hvernig verðtryggingin ætti eftir að breyta upphæðinni. Ég ólst upp við þá hugmynd að þannig væri það bara og ég tuðaði svosem yfir því en gagnrýni mín á þessa brjálsemi náði ekki lengra.

En ekki meir. Ég er búin að sætta mig við að x merkir ‘óþekkt stærð’ en ekki ‘þetta reddast’ eða ‘eitthvað ásættanlegt’. Ég er hætt að taka á mig skuldbindingar sem ég veit ekki hvort ég get staðið við og ég ætla ekki að setja slíkar skuldbindingar á annað fólk.

Ég hef enga hugmynd um hvað icesave samningurinn merkir í krónum talið eða hvernig ríkið ætlar að standa við hann. Þessvegna sagði ég nei, óháð því hvort hann er sanngjarn eða ekki.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago