Frú Vigdís Finnbogadóttir hefur nú gefið upp afstöðu sína í icesave málinu og eins og við er að búast er margur dálítið hissa á því. Sumum finnst það óviðeigandi af manneskju í hennar stöðu og svo eru þeir til sem lýsa hana svikara og landráðamann og álíta að kona með hennar eftirlaun ætti nú bara að halda sér saman.

Mér ofbýður skítkastið sem Vigdís hefur fengið á sig vegna þessarar játningar og finnst með ólíkindum að nokkur geti álitið að há eftirlaun fyrirgeri tjáningarfrelsi fólks. Manneskjan nýtur sama tjáningarfrelsis og aðrir þótt hún hafi einu sinni verið forseti og ég ætla rétt að vona að menn fari ekki að líta eftirlaun forseta sömu augum og starfslokasamninga hjá stórfyrirtækjum, sem eru stundum ekkert annað en mútugreiðslur, laun fyrir að halda kjafti.

Auðvitað hefur Vigdís Finnbogadóttir sama rétt og annað fólk til að segja skoðanir sínar á icesave málinu. Það er hinsvegar athyglisvert að hún skuli gera það, því hún er alls ekkert vön því að ræða skoðanir sínar á umdeildum málum opinberlega.

Maður hlýtur að spyrja hversvegna jafn grandvör manneskja og Vigdís, kona sem kannski kemst næst því núlifandi Íslendinga að vera sameiningartákn þjóðarinnar (sem ég get nú reyndar ekki séð að sé neitt sérstaklega sameinuð) gefur upp skoðanir sínar á einhverju mesta hitamáli Íslandssögunnar.

Á hún meiri hagsmuna að gæta en meðalmaðurinn? Eða var hún beitt þrýstingi til þess?

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago