Þessvegna geta trúmenn og trúlausir ekki talað saman

Þann 16. ágúst 2003 birti ég pistil um trúmálaumræðu á Annál. Efnið er sígilt en pistillinn var allt of langur til að henta sem bloggfærsla. Ég hef nú lagfært pistilinn lítillega og skipt honum niður í viðráðanlegar einingar sem ég ætla að birta hér á næstu dögum. Hér kemur fyrsti hlutinn og hér er tengill á pistlaröðina.

Þessvegna er skynsamleg trúmálaumræða illmöguleg

Ég held að málefnalegar umræður trúaðra og trúlausra um trúmál séu nánast útilokaðar. Ástæðan fyrir því er ekki bara sú að trúmenn og trúaðir vilji ekki halda uppi málefnalegri umræðu og leitist við að niðurlægja og særa andmælendur sína heldur ekki síður sú að við lifum og hrærumst í ólíkum hugsanakerfum.

Ég er trúlaus. Ég skil ekki hugsanagang trúmannsins og get því ekki útskýrt hann. Ég get hins vegar útskýrt hvers vegna trúlausir halda því gjarnan fram að guðshugmyndin og þar með öll trú sé ekkert annað en rakalaust bull.

Okkur finnst trúin í fullri í einlægni fáránleg

Þegar við tölum um trú sem þvælu er það yfirleitt ekki af því að við viljum særa þá sem trúa. Okkur finnst guðshugmyndin í fullri einlægni vera fáránleg. Ekki bara kjánaleg, heldur fáránleg í þeim skilningi að hún gengur ekki upp. Ég skal útskýra hvers vegna og ég tek fram að ég er ekki að þessu til að gera lítið úr trúuðu fólki heldur vil ég varpa ljósi á ástæðurnar fyrir því að þessar umræður ganga svona illa.

Í stuttu máli

Hugmyndin um guðdóminn er grundvöllur allrar trúar. Hugmyndir manna um Guð eru vissulega mismunandi en sú hugmynd sem ég geng út frá þegar ég ræði trúmál er sú sem ég tel að hafi mótað trú flestra trúaðra Íslendinga.

Samkvæmt þeirri hugmynd er Guð yfirnáttúruleg vera. Hann er alvaldur, alvitur, almáttugur og algóður. Hann er eilífur, án upphafs og endis, hann er skapari veraldarinnar eða að minnsta kosti frumorsök þess að heimurinn varð til. Hann er gæddur vilja, hugsun og tilfinningum. Hann hefur sett mannkyninu ákveðin markmið,  upplýst okkur um vilja sinn og tilgang með opinberun t.d. í gegnum rit, mannlega sendiboða eða kraftaverk, og fleytt okkur þannig áfram siðferðilega og menningarlega. Jafnframt hefur hann gefið manninum frjálsan vilja, val um að hlýða boðum hans eða óhlýðnast.

Ástæðan fyrir því að ég trúi ekki á þessháttar Guð er sú að hugmyndin samræmist ekki þeirri rökhugsun sem ég hef lært. Tilvist þess yfirnáttúrulega stenst engin rök og útskýrir ekkert.

Andleg reynsla

Einu rökin sem hníga að tilvist einhvers sem ekki er efnislegt er svokölluð „andleg reynsla“ sem engan veginn er hægt að færa sönnur á. Öll vitneskja og sennilega öll reynsla mannsins er bundin náttúrunni, efni og orku, því sem hægt er að mæla, skýra eða rannsaka. Engin sönnum hefur fundist fyrir neinu sem tengist andaheiminum. Ég trúi þessvegna ekki á hið yfirnáttúrulega. Ég held að við eigum bara eftir að finna náttúrulegar skýringar á því sem okkur finnst skrýtið.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago