Ég er meira en hneyksluð. Ég er sár. Sumarið 2000 vann ég sem fangavörður á Litla-Hrauni í sumarafleysingum. Ég man að einn fanganna fékk dagsleyfi til að fara á fæðingadeildina og taka á móti barninu sínu enda þótt hann hefði ekki setið inni í þetta ár sem er skilyrði þess að menn fái dagsleyfi. Honum var gerð rækileg grein fyrir því að þetta væri alger undanþága og mikil forréttindi. Annar fékk nokkurra klst. leyfi til að vera við jarðarför. Einn fékk ekki einu sinni leyfi til að fara í fylgd fangavarða til að heimsækja gröf eina vinar síns, jarðarför kom ekki til álita þar sem hann frétti ekki af dauða hans fyrr en búið var að jarða hann.

En þegar þjóðin fer á fyllirí og vill endilega fá landsþekktan glæpamann til að troða upp með “gömlu kartöflugarðana heima”, þá virðist ekki flókið mál að fá undanþágu. Auðvitað vissi ég að á Íslandi er stundum misbrestur á því að allir séu jafnir fyrir lögunum en ég hélt ekki að spillingin næði til jafn ómerkilegra hluta og hópfyllirís í Eyjum. Hvað veldur þessu? Er það hrein og klár sveitamennska sem býr að baki eða eru forkólfar fangelsismálastofnunar jafn forhertir af siðspillingu og forsvarsmenn olíufélaganna? Er siðspilling ekki bara stærsta og alvarlegasta vandamálið í okkar samfélagi í dag? Af hverju komast svona margir upp með svona oft og svo lengi að skirrast við að svara fyrir gjörðir sínar? Af hverju er R-listinn ekki búinn að senda borgarstjórann í frí á meðan mál olíufélaganna er í rannsókn? Af hverju var mál grænmetismafíunnar bara látið fyrnast? Og afhverju á Árni að fá frí úr fangelsi til að fara á útihátíð þegar aðrir afbrotamenn fá hvorki að mæta í afmæli barnanna sinna né heimsækja þau á jólunum?

Hvernig í fjandanum komst Greco að þeirri niðurstöðu að spilling þrífist ekki á Íslandi? Hverjir voru spurðir? Ekki ég svo mikið er víst.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago