Þessi fundur var um margt góður og upplýsandi. Jólaveinsuppákoman vekur áhugaverðar spurningar en er engan veginn það sem stendur upp úr hjá mér. Mér finnst gott að hafa á hreinu að það sé misskilningur að heimildir lögreglu til handtöku og valdbeitingar hafi verið rýmkaðar, ég gerði mig sjálf seka um að trúa því bara án þess að skoða gömlu lögin sjálf. Stefán Eiríksson kemur vel fyrir og það var snjallt af honum að tala hreinskilnislega um piparúða sem valdbeitingartæki en ekki varnaúða.

Ef ég hefði ekki reynslu af lögreglunni hefði ég keypt allt krappið. Engar símahleranir, enginn áhugi á því að koma upp gagnasafni um mótmælendur, enginn mannamunur ef einhver verður fyrir árásum. Eftir að einn fundargesta spurði eitthvað á þá leið hvort áhugi lögreglunnar á því að vernda mótmælendur væri minni en áhuginn á því að vernda valdhafa, og vísaði í Kelmenzsyni og rúðubrotin í Nornabúðinni, sneri Stefán sér að mér, einlægur á svip og sagði að mér væri alltaf velkomið að koma og ræða við sig. Það var líka snjallt af honum en ég er bara ekki svo bláeyg að það trix virki á mig. Neinei, auðvitað viðurkennir lögreglan ekki löglegar eða ólöglegar persónunjósnir. Hún gerði það ekki heldur á tímum kalda stríðsins. Og ekkert mál að kæra bara, segja þeir. Jamm, af því að þeir sem rannsaka klögumál á hendur lögreglunni eru svo hlutlausir eða hvað?

Jájá, lögreglustjóri og yfirlögregluþjónn koma vel fyrir. Þó það nú væri að takist að ráða sæmilega geðþekka menn í slík embætti. En ég hef mun fleiri ástæður til að vantreysta lögreglunni en treysta.

Ég veit svosem ekki hvern fjandann ég ætti að ræða við Stefán Eiríksson. Nýjasta dæmi um reynslu mína af lögregluna kannski? Ég verð fyrir því að rúður eru brotnar á vinnustað mínum og hef góða ástæðu til að ætla að mér beri að skilja það sem einhverskonar ógnun. Þótt hafi orðið vitni að öðrum atburðinum og bílnúmer liggi fyrir (sami bíll báðar nætunar) er áhugi lögreglu á málinu svo lítill að þegar húseigandinn fór til að leggja fram kæru, var honum ráðlagt að kæra ekki, því það væri svo ‘flókið’. Ég hef engar áhyggjur af því að ‘grímuliðið’ taki upp á því að heimsækja bílinn eða eiganda hans enda er það fólk að berjast gegn alvöru glæpamönnum, en það er enginn skortur á áhugafólki sem hefur haft samband við mig og boðist til að ‘taka málið að sér’. Kannski það sé það sem lögreglan vill. Að ég gefi einhverjum fautum upp bílnúmerið og gái svo bara hvað gerist?

Eða ætti ég kannski að kíkja á skrifstofuna til Stefáns til að fá staðfestingu á því að lögreglan haldi ekki uppi persónunjósnum? Taka drengilegan svip hans og sannfærandi orð sem sönnun?

Hér er eitt bráðfyndið atvik sem ég má til með að deila með lesendum. Lesið fyrst síðustu athugasemdina hér eða nr 7, frá ‘Grími’. Lesið svo þessa færslu líka.

Þeir mega nú alveg eiga það, húmoristarnir sem vinna fyrir yfirvaldið að þeir hafa lag á að skemmta manni.

Stoltir glæpamenn og fjölskyldualbúm lögreglunnar
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago