Sjá hér

Það er auðvitað gífurlega mikilvægt að erlend stórfyrirtæki græði peninga. Svo mikilvægt að meirihlutinn leggur blessun sína yfir það þótt náttuúrperlum sé fórnað og lífríkinu stefnt í voða. Ég get að vissu leyti skilið það þótt ég sé því ósammála. Græðgin er ekki alltaf framsýn og Landsvirkjun hefur tekist að telja almenningi trú um að íslensk heimili græði líka á þessu rugli. En hversu mörg mannsllíf eru ásættanlegur fórnarkostnaður? Greinilega nokkuð mörg útlensk mannslíf. Vonandi deyr Íslendingur næst. Helst einhver vinsæll og voldugur. Ænei, annars, það þýðir ekkert að vera óraunsær. Það eru ekki óskabörn þjóðarinnar sem vinna við þessa stórkostlegu virkjun sem mun gera okkur frjáls, rík og hamingjusöm.

Hversu margar hórur og súludansarar ætli deyi annars árlega vegna starfa sinna á Íslandi? Ég man ekki eftir fréttum af árlegum dauðsföllum á súlustöðum. Man reyndar ekki eftir einni einustu frétt af slíku máli (án þess að það sanni neitt, fjölmiðlamenn vita ekki allt). Þó líður varla mánuður án þess að einhver sjái sig knúinn til að mótmæla kynlífsiðnaðinum í fjölmiðlum, þar sem oftast er gengið út frá mannúðarsjónarmiðum. En fátækar, erlendar konur eru auðvitað frá náttúrunnar hendi meiri fórnarlömb en fátækir, erlendir karlar.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago