Jæja, mér finnst nú ágætt að þessi hugmynd fái undirtektir hjá einhverjum sem hefur vit á fjármálum.

Sjálf ætla ég að ganga miklu lengra og hvet alla sem vilja losna við þessa ríkisstjórn til að gera það sama.

Ég er hér með hætt að setja meiri peninga inn í hagkerfið en ég neyðist til.
-Ég borga enga reikninga frá ríki eða bönkum (reyndar myndi ég borga af lánum ef ég væri með ábyrgðarmenn á þeim).
-Ég ætla heldur ekki að skila vaskinum, staðgreiðslunni, tryggingagjaldinu stéttarfélagsgjöldum eða lífeyrissjóðnum (sem stendur er enginn í vinnu hjá mér en ég myndi að sjálfsögðu skila þessu fyrir starfsmenn).
-Ég er búin að taka út það litla sem ég gat af peningum og stinga þeim undir koddann.

Ég ætla líka að kaupa eins lítið og ég mögulega kemst upp með. Ég er hætt að nota mjólk í kaffið og ég ætla ekki að kaupa neinar jólagjafir nema mér takist að krýja út loforð um að vaskinum verði ekki skilað fyrr en ríkisstjórnin hefur sagt af sér eða verið steypt af stóli. Þetta er ekki sparnaðarráðstöfun fyrir sjálfa mig, heldur vil ég að eins litlir peningar fari í ríkiskassann og bankana og mögulegt er.

Tveggja mánaða ræðuhöld og skiltaburður hefur ekki orðið til þess að einn einasti maður segði af sér. Við þurfum að tala við þetta fólk á tungumáli sem það skilur. Ef nógu margir hætta að versla og setja peningana sína í umslög ásamt afriti af reikningum og geyma í pappakassa, þar til skipt hefur verið um ríkisstjórn og kynntar aðgerðir sem raunverulega eru til þess fallnar að forða okkur frá eignaupptöku og gjaldþroti, þá neyðast þau til að verða við kröfum okkar. Ef fólkið sem vill bara græða á daginn og grilla á kvöldin, áttar sig allt í einu á því að hvað sem kjaradómi líður, þá eru bara ekki til neinir peningar þá hljóta þau að velta því fyrir sér hvað þurfi að gerast til að fólkið fáist til að borga. Og ef svarið er ‘þið fáið ekki krónu með gati fyrr en þið hundskist heim til ykkar’, þá munu þau verða við því.

Mér er sagt að ég sé biluð. Að það eina sem ég hafi upp úr þessum aðgerðum sé gjaldþrot og að ef margir gerði þetta muni það stuðla að gjaldþroti Íslands. Alveg eins og þeir sem efndu fyrstir til verkfalla heyrðu stöðugt klifað á því að þeir myndu bara missa vinnuna og að verkfall myndi setja fyrirtækið á hausinn. Málið er bara að við höfum engu að tapa. Ef þessi ríkisstjórn með sitt ráðaleysi og þessi Seðlabanki með sitt flotkrónurugl verða hér við völd öllu lengur, þá verð ég gjaldþrota hvort sem er. Þetta er bara spurning um hvort það gerist 6 mánuðum fyrr eða síðar og hvort ég á þá einhvern sjóð til að koma undir mig löppunum aftur eða hvort ég þarf að segja mig til sveitar. Það sama gildir um Ísland og fjárhagslegt sjálfstæði þess. Vísasta leiðin til gjaldþrots er sú að hafa við stjórnvölinn fólk sem heldur að það sé endalaust hægt að græða á daginn og grilla á kvöldin, út á krít.

Við þurfum að knýja fram aðgerðir svo við getum eignast íbúirnar okkar og haldið fyrirtækjum gangandi. Við verðum að grípa til þvingunaraðgerða og það þarf að gerast strax. Ef við stöndum saman þarf ekki að taka nema einn mánuð að fá fram loforð um að fólk haldi húsnæði sínu án þess að þurfa að borga tífalt verð fyrir það, að fólk verði ekki gert gjaldþrota vegna sukkskulda Hannesar Smárasonar og að fyrirtækjum verði tryggður rekstrargrundvöllur.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago