Sjálfsagt halda mjög margir að besta og jafnvel eina leiðin út úr þjóðargjaldþroti sé sú að pína náttúruauðlindir okkar enn frekar. Sjálfsagt vill meirihlutinn ganga býsna langt til að hægt sé að halda neyslusukkinu áfram. En jörðin ber það ekki.

Heimskreppan stafar ekki af náttúruhamförum eða öðrum óviðráðanlegum ástæðum. Hún stafar af því að örfáir menn blóðmjólka fjöldann. Á Íslandi bætist svo við undarlegur talnaleikur sem virðist ekki óskyldur seðlafölsun.

Leiðin út úr kreppunni er ekki sú að reisa fleiri álver, heldur sú að draga úr neyslu almennt og draga þá til ábyrgðar sem hafa hagnast með blekkingum, spillingu og valdníðslu.

Ég er kapítalisti. Þ.e. ég vil gjarnan þéna meira en ég þarf. En mér er ekki skítsama hvering. Ég er ekki til í að græða á eymd fólks sem fæðist inn í vítahring fátæktar. Ég vil ekki fórna möguleikum komandi kynslóða til að sjá sér farborða, með því að þrautpína náttúruna sjálfri mér í hag. Og það gerir mig að mjög lélegum kapítalista því það er ekki hægt að þéna miklu meira en maður þarf, án þess að traðka á einhverjum.

Flestir vilja ekki horfast í augu við að vandamál okkar er annarsvegar of mikið vald á of fáum höndum og hinsvegar of mikil neysluhyggja. Þessvegna er nú aldeilis ágætt að kapítalisminn komi okkur í koll á þennan hátt, nú höfum við einfaldlega ekki efni á að grafa meira undan okkur með stóriðju.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago