Vinstri græn eru ekki sigurvegarar kosninganna. Það er auðvitað gaman fyrir stjórnmálaflokk að bæta við sig fylgi en eini sigurvegari kosninganna er sá sem fær að ráða. Sjálfstæðisflokkurinn.

Í pólitík skiptir ekki öllu máli hvernig maður kemst í mark. Akandi, ríðandi eða skríðandi, þetta virkar allt. Aðalmálið er að fá að ráða þegar upp er staðið. Sjálfstæðismenn unnu af því að stór hluti þjóðarinnar (að vísu ekki meiri hlutinn en nógu stór til að íhaldið heldur velli) lýsti því yfir að hann vilji:
-áframhaldandi þátttöku Íslands í stríði á hendur fólki sem hefur ekki gert okkur neitt
-mylja undir þá sem síst þurfa á því að halda
-eyðileggja hverja einustu náttúruperlu landsins í örvæntingarfullri von ríka mannsins um skjótfenginn gróða

Við hin kunnum að vera ósátt við þetta val. Okkur finnst kannski óréttlátt að menn geti myndað ríkisstjórn sem hefur ekki meirihlutafylgi. En þetta er bara það lýðræði sem við búum við. Engin lög verða brotin þegar Íhaldið réttir rassgatið að trýni Framsóknarrakkans.

Við ættum nú í rauninni bara að leyfa þeim að njóta sigursins í stað þess að blása út fylgi VG eins og það sé eitthvað merkilegt við að 18% þjóðarinnar telji sig jafnréttis-, friðar- og umhverfissinna. Ef við værum í alvöru ósátt við þetta myndum við auðvitað fremja byltingu. En það mun aldrei verða. Ekki á meðan lýðurinn hefur greiðan aðgang að skyndibitastöðum, fréttamenn sjá okkur reglulega fyrir einhverju hneykslismáli til að klæmast á og nóg framboð er af raunveruleikaþáttum og annarri afþreyingu.

Lýðurinn VILL nefnilega ekki umgangast náttúruna af virðingu. Hann VILL ekki útrýma kynbundnum launamun eða biðlistum hjúkrunarheimila og sjúkrahúsa. Okkur þætti svosem alveg ágætt að hafa betra heilbrigðis- og velferðarkerfi, svo framarlega sem við þyrftum ekki að fórna neinu til þess en það er enginn raunverulegur vilji á bak við þá ósk. Það sem lýðurinn raunverulega vill er aðeins tvennt. Brauð og leikar.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago