Þegar Steingrímur stakk upp á netlöggu var ég sannfærð um að hann hefði sagt þetta í andartaks hugsunarleysi. Í dag hefur Blaðið svo eftir honum að þessi aukaframboð trufli umræðuna og þegar maður sér dæmigerðum fasitahugsunarhætti bregða fyrir hjá sama manninum hvað eftir annað, fer maður að efast um yfirlýsta lýðræðisást hans.

Auðvitað er það ergilegt fyrir flokk sem lengst af hefur verið litlinn-þinn á þingi en sér loksins fram á að komast til valda þegar önnur smáframboð blanda sér í slaginn. Framboð sem jafnvel hugnast einhverjum sem annars hefðu kosið litlan-sinn. Já og vissulega væri skilvirkara að hafa færri flokka í framboði. Það allra skilvirkasta væri auðvitað að hafa bara einvald. Ég get vel skilið að Steingrímur og fleiri froðufelli yfir nýjum framboðum í góðra vina hópi en á meðan við þykjumst vera lýðræðisríki er það algerlega óviðeigandi að stjórnmálamenn leyfi sér að gagnrýna opinberlega annan flokk fyrir nokkurt annað en stefnu hans og málflutning. Það kemur málinu ekkert við hvort flokkur er lítill, nýr eða skipaður einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópi.

Sú hugmynd að nýir flokkar, sem hugsanlega eiga eftir að vaxa og mynda ríkisstjórn, séu einhverskonar aðskotadýr sem trufli umræðuna í stað þess að leggja eitthvað til málanna, er í meira lagi ólýðræðisleg og ég virkilega sár yfir því að maður sem er í forsvari fyrir þann flokk sem heldur lýðræðinu hvað mest á lofti skuli að láta annað eins út úr sér.

Vonandi er Steingrímur einn minna flokksbræðra um þessa skoðun.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago