Fréttablaðið birtir í dag frétt með fyrirsögninni Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás. Þetta er sláandi fyrirsögn og rökréttast að álykta að ribbaldar hafi ráðist að henni í nótt eða gærkvöld með einhverskonar efnavopnum í þeim tilgangi að skaða hana.

Svo kemur í ljós að um er að ræða 2ja mánaða gamla frétt, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hefur ekki verið birt áður. Ekki var ráðist á Rannveigu, heldur bílinn hennar en hún varð fyrir þessu óhappi þegar hún opnaði bílinn sinn og efnið skvettist úr hurðarfalsi. Reyndar má draga í efa dómgeind manneskju sem snertir bíl sem hefur verið meðhöndlaður með efni sem er svo sterkt að það bræddi rúðurnar í bílnum hennar. Mig langar að sjá mynd af þeim rúðum því hafi sú frétt að önnur eins efnavopn séu komin í noktun hjá aðgerðasinnum verið birt fyrr, hefur hún farið fram hjá mér.

Sé það rétt að Rannveig hafi orðið fyrir meiðslum, lýsi ég samúð minni með henni. Ég held að langflestir umhverfissinnar vilji komast hjá því að valda manneskjum skaða hversu sekar sem þær eru. Mér er hinsvegar skítsama um bílinn hennar og mér er jafn drullusama um bíl Hjörleifs Kvaran. Því eins og umhverfissinnar hafa margbent á er jörðin ekkert ‘að deyja’ heldur er verið að drepa hana. Og þeir sem bera ábyrgð á því hafa nöfn og heimilisföng.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago