Hvað eru glæpasamtök?

Ég játa að mér finnst það óhugnanleg tilhugsun að Vítisenglar og álíka samtök nái fótfestu á Íslandi. Ég er hinsvegar líka meðvituð um að öll mín vitneskja um slík ‘gengi’ er til komin fyrir einhliða umfjöllun fjölmiðla. Ég hef aldrei talað við neinn úr mótorhjólasamtökum á borð við Fáfni, hvað þá Vítisengil og veit í rauninni ekkert um það hvers vegna Vítisenglar ganga um (eða aka um) og berja mann og annan. Hverjir eru þeir og hvaðan koma þeir? Hvað eru þeir svona óánægðir með og hvað vilja þeir? Hvað er svona æðislegt við Helvíti? Hversvegna líta þeir á fórnarlömb sín sem óvini? Af hverju álíta þeir aðferðir sínar æskilegar?

Af almennri umfjöllun um svokölluð gengi má helst ráða að það séu svona ljótukallasamtök. Samsafn af vondum manneskjum sem hafa það helst að markmiði að ræna og drepa og nauðga og meiða án þess að nokkur tilgangur búi að baki. Auðvitað er þetta ekki svo einfalt. Þegar upp er staðið eru gengi ekkert annað en hagsmunasamtök sem af einhverjum ástæðum hafa valið að beita ólöglegum aðferðum.

Hvort sem sú afstaða á sér réttlætanlegar ástæður eða ekki, þætti mér viðeigandi að fjölmiðlar kynntu bakgrunninn og hugmyndafræðina sem ‘gengin’ vinna eftir, þegar fjallað er um samfélagsógnina sem af þeim stafar. Ég gæti nefnilega best trúað því að auðveldara sé að draga úr þeirri ógn ef samfélagið skilur tilurð og hugsunarhátt gengisins. Það hefur allavega ekki virkað vel hingað til að stilla upp ímyndinni af Dr. Evil á móti hinu siðmenntaða samfélagi, sem þegar allt kemur til alls, er helst frábrugðið genginu að því leyti að yfirgangur ákveðinna hagsmunahópa er viðurkenndur og bundinn í lög.

Vaxandi samfélagsógn
 

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago