Verðlag hefur ekki lækkað í Kringlunni. Samt eru nánast öll bílastæði full. Úrvalið hefur heldur ekki minnkað, þessar verslanir eru ekki að losa sig við gamla lagera sem ganga ekki út. Hvar er kreppan?

Það gefur auga leið að þegar laun lækka og skattar hækka, hlýtur fólk að hafa minna ráðstöfunarfé. Hvar er fólk að spara ef ekki í draslkaupum? Er það hætt að fara til tannlæknis? Hættir það að fara með bílinn í smurningu? Er það búið að segja upp tryggingunum?

Ég hef engar áhyggjur af því að Íslendingar muni svelta (reyndar finnst mér jaðra við að þjóð sem lætur endalaust sparka í sig án þess að spyrna á móti eigi það bara skilið en það er önnur saga). Það er vel hægt að framleiða allan þann mat sem þjóðin þarf á að halda og meira til án þess að flytja mikið inn og reyndar ætti þjóð sem á aðrar eins auðlindir ekki að þurfa að líða skort á neinu sviði. En einhversstaðar dregur saman og ef það er rétt að fyrirhugaðar skattahækkanir merki 50-60 þúsund króna aukaútgjöld í hverjum mánuði fyrir meðal fjölskyldu, þá er viðbúið að einhverjir þurfi að neita sér um brýnni nauðsynjar en ánægjuna af því að tæta út úr búðunum.

Sjálfsagt reyna stjórnvöld að leggja meirihlutann af þessari auknu skattbyrði á breiðu bökin og það er bara rökrétt. En ég velti því fyrir mér hversu mikla kjaraskerðingu hátekjufólk muni sætta sig við. Er ekki líka rökrétt fyrir það fólk að koma sér bara úr landi? Ekki svo að skilja að rökvísi sé áberandi eiginleiki hjá þjóðarsálinni.

Ráðgáta dagsins er þessi; hvar er kreppan? Mig langar að fá viðbrögð frá lesendum. Hvernig hefur ykkar neyslumynstur breytst? Er erfitt að ná endum saman eða er þetta krepputal bara væl? Höfum við kannski bara alveg efni á því að borga hundruð milljarða fyrir fyllirí útrásarinnar?

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago