Ég hef lítið fylgst með fréttum undanfarið og þurfti virkilega á þessu fríi að halda. Þegar maður hefur ekki opnað fréttavefi í nokkra daga breytast áherslurnar í því sem maður tekur eftir. Alveg eins og þegar maður kemur heim úr ferðalagi og tekur allt í einu eftir skellu á vegg, móðu milli glesrja eða öðrum hlutum sem maður var orðinn samdauna.
Nú tek ég eftir þessu endalausa pólitíska runki yfir ósannindum Sjálfstæðismanna um það hver vissi hvað. Til hvers að eltast við það? Það er bara mannlegt eðli að reyna að ljúga sig út úr vandræðum. Hvaða máli skiptir hvort Kjartan, Andri eða einhver annar lýgur? Er þetta fólk ekki þegar búið að sanna vanhæfni sína nógu rækilega?
Óþekkur krakki þiggur og felur leikföng sem annað barn hefur stolið. Þegar fréttist af þjófnaðinum reynir vitorðsmaðurinn að fela slóð sína með því að henda öllu dótinu í klósettið. Þykist ekkert vita hversvegna klósettið er stíflað. Hann klínir svo sökinni á norska skógarköttinn í trausti þess að foreldrarnir séu nógu reiðir við köttinn fyrir að míga ítrekað innadyra til þess að trúa hverju sem er upp á hann. Auðvitað rökræðir maður ekki við barnið bara til þess að skemmta sér yfir því hvernig aumkunarverðar afsakanir þess hlaða utan á lygasnjóboltann. Maður segir krakkaorminum að þegja og skammast sín og lætur hann svo taka peninga úr sparibauknum sínum til að bæta fyrir skaðann.
Þegar stjórnmálamenn verða uppvísir að óknyttum er allt í lagi að gefa þeim tækifæri til að tjá sig, en þegar þeir eru augljóslega að ljúga, á ekki að hlusta á bullið í þeim eða eyða púðri í að reka það ofan í þá, heldur á að setja þá í skammarkrókinn. Já og láta þá axla ábyrgð.
Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…
Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…
Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…
Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…
Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…
Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…