Bráðum sjáum við hið svokallaða lýðræði í framkvæmd. Við fáum að skrifa x til að hafa áhrif á það hverjir komast næst í kjöraðstöðu til að bulla, ljúga, svíkja, svindla og stela.

Þeir sem eru búnir að fá nóg af flokkakerfinu hafa um tvennt að velja; að mæta ekki eða skila auðum eða ógildum kjörseðli. Reyndar hefur það ekki áhrif á niðurstöður kosninga að skila auðu eða ógildu. Ef væri t.d. möguleiki á auðum þingmansstól út á það væri hugsanlega hægt að sætta sig við þetta en því miður, áhrif þeirra sem ekki styðja flokkakerfið eru ENGIN. Þetta ófullkomna lýðræði sem við búum við er þannig ekki ætlað þeim sem vilja ekki neinn af þeim sem eru í framboði á þing, hvað þá þeim sem ekki gútera þetta stjórnskipulag.

Þeir sem sjá ekki réttlæti í þessu fyrirkomulagi ætla að taka sig saman um að mæta á kjörstað og halda uppi atkvæðaþófi. Hanga í kjörklefanum eins lengi og þeir komast upp með. Ef mönnum leiðist vistin í klefanum má stytta sér stundir með því að fróa sér. Það yrði aukinheldur táknræn aðgerð þar sem kosningar við þessar aðstæður eru ekkert annað en pólitískt runk.

Þeir sem vilja ganga lengra taka við sínum kjörseðli en skila honum ekki. Við getum stungið kjörseðlinum í vasann og farið með hann heim og skeint okkur á honum, brennt hann eða hengt hann á ísskápinn til að minna okkur á hvernig lýðræðið virkar í raun, eða selt hann einhverjum sem á eftir að fara inn í klefann.

Við getum líka étið kjörseðlana eða allavega sagst hafa gert það. Ennfremur má troða kjörseðlinum upp í félagsheimilið á sér. Hvorttveggja mjög táknrænt. Í versta falli verður sérsveitin send á staðinn og látin strippa þá sem skila ekki seðlinum. Þeir fara varla að dæla upp úr okkur.

Þetta er þitt atkvæði. Þú ræður hvað þú gerir við það. Ef þú fílar ekki þessa fokkans gerð af lýðræði gerðu þá eitthvað róttækara en að sitja heima til að lýsa óánægju þinni.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago