Röddin í símanum var klökk.

-Helvítin hafa vaðið hér um allar sveitir síðustu vikur og herjað á fólk, og mest þá sem þeir vita að eru í fjárhagsvandræðum. Í allavega einu tilviki óðu þeir inn á landareign til að gera einhverjar rannsóknir án leyfis landeiganda, töluðu bara við unglinginn á heimilinu og fannst það víst nóg. Ég hef aldrei heyrt jafn þungt hljóð í mínum félögum fyrr. Björk er víst komin með einhverja bakþanka, ekkert víst að hún komi hingað austur og það stendur til að samningar við landeigendur í Rangárvallasýslunni verði undirritaðir á mánudaginn. Við erum hrædd um að Landsvirkjun komi hingað með vinnuvélar strax í næstu viku.


-Eru samtökin að skipuleggja einhverja aðgerð sem þau vilja þiggja aðstoð við? 
spurði ég og svarið var á þá leið að samtökin vildu alls ekki að aktivistar færu að æða austur og hafa sig í frammi.
-Sko, þau vilja frekar vinna þetta með lipurðinni.
-Um helgina semsagt?
-Ja, jaaá. Þau vilja allavega engin vandræði. 

Jamm. Þannig er nú það. Samtökin Sól á Suðurlandi hafa ekki sýnt nokkurn áhuga á samstarfi við Saving Iceland. Vilja vinna neðri Þjórsá á diplómatískan hátt. Við höfum algerlega virt það sjónarmið. Allar aðgerðir Saving Iceland viðkomandi Þjórsá, hafa verið svo penar og máttlausar að það hefur varla nokkur maður frétt af þeim. Við höfum haldið á skiltum, heimsótt Þórunni, galdrað smá, skrifað smá… ekkert róttækt.

Og enn finnst náttúruverndarfólki í Sól á Suðurlandi ekki kominn tími á beinar aðgerðir. Vinna þetta á lipurðinni. Enda er heil helgi til stefnu enn og óþarfi að vera eitthvað að æsa sig. Um að gera að prófa málefnalegu aðferðina fyrst. Kannski ljóðalestur við Urriðafoss verði til að snúa þeim.

Ég vona að það dugi til. Eða er hægt að nota orðið von, þegar enginn vottur af trú er til staðar?

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago