Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um að það þurfi að uppræta heimsku. Lesið það sem sumir bloggaranna hafa um þetta mál að segja. Hvað vill hún út? Er ekki í lagi með ykkur fíflin ykkar?

Óháð því hvort væri nokkurt réttlæti í því að láta morðingja ganga lausan, óháð því hvort manneskjan er hættuleg eða ekki, þá er með ólíkindum að til skuli vera fólk sem er nógu víðáttuvitlaust til að skilja ekki þörf mannsins fyrir frelsi.

Hvað ætlar hún að gera við frelsi?
Það sama og þú, hálfvitinn þinn.
Fara í gönguferð, fleyta kerlingar, sitja á kaffihúsi, skoða í búðarglugga, kjá framan í smábörn, stjórna því sjálf hvenær hún fer á fætur og í rúmið, hanga á netinu, velja matinn sinn sjálf…

Við getum umborið fáfræði og greindarskort. Hvorttveggja hefur ákveðna hættu í för með sér en fólk getur verið ágætis manneskjur þótt það haldi að sé heppilegt að skvetta vatni á brennandi rafmagnstæki. Það má endalaust deila um réttmæti refsinga en það hættulegasta við heimskuna er einmitt þetta; að hafa ekki lágmarks skilning á mannlegu eðli. Að skorta hæfileika eða vilja til að setja sig í spor annarra. Það er það sem gerir fólk að vondum manneskjum.

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago