Okkur kemur ekki við hvað Davíð gerir við milljarðana sína

 

Við megum ekki vita hvað Geir sagði við Davíð. Eða hvað Davíð sagði við Geir. Við vitum að það var eitthvað um 80 milljarða lán en það kemur okkur ekki við. Þetta voru sko peningar Seðlabankans en ekki okkar. Davíð er líka búinn að útskýra fyrir okkur að þetta símtal hafi ekki verið neitt merkilegt og fyrst Davíð segir það sjálfur þá getum við andað léttar. Ég meina það var hann sjálfur sem lánaði helling af peningum. Sem hann átti en ekki við. Eða sko sem Seðlabankinn hans átti og þar með hann sjálfur. Einhvernveginn svoleiðis.

Geir sagði ekkert merkilegt við Davíð. Davíð sagði ekkert merkilegt við Geir. Þetta samtal þeirra var svo ómerkilegt að við megum ekki fá aðgang að því. Við megum bara fá aðgang að merkilegum upplýsingum, ekki ómerkilegum. Það hefur Úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfest. Segir Davíð. Og það er ákvörðun Seðlabankans að veita ekki þessar upplýsingar, Davíð og Geir hafa ekkert um það að segja. Segir Davíð.

Að vísu kom fram hér að Seðlabankinn vildi upplýsa um málið. En hérna að hann hafi enn ekki gert það og að skýringin sé líklega sú að vegna persónuverndarsjónarmiða þurfi leyfi frá Geir. Sem Davíð segir að hafi ekki verið spurður. Auðvitað getur vel verið að þeir vinirnir hafi nefnt einkamál sín í framhjáhlaupi.

Ég finn ekki úrskurð Upplýsinganefndar. Getur einhver sagt mér hvar hann er að finna? Mig langar nefnilega svo að sjá rökstuðninginn. Hér eru upplýsingalögin. Samkvæmt þeim ætti að vera lítið mál að klippa út þau atriði sem snúa að persónuvernd. Nema auðvitað að það stefni öryggi landsins í hættu að almenningur fái upplýsingar um það hvernig það kom til að Davíð og Geir lánuðu Kappa Fling Fling 80 milljarða.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago