Frumvarp til útlendingalaga verður að fara í gegn – gestapistill frá No Borders

Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn.

Nató tekur að sjálfsögðu „fulla ábyrgð“ á þessum drápum og ætlar að greiða fjölskyldum barnanna bætur. Þannig tekur maður fulla ábyrð á manndrápum. Mikið hljóta nú foreldrar barnanna að gleðjast þegar þeir fá pening og allt. Hvar væri þetta fólk ef það hefði ekki Nató til að styðja sig og styrkja?

Það er mikill tvískinnungur af fólki sem refsar almennum borgurum harðlega fyrir manndráp að tilheyra samtökum sem axla slíka ábyrgð með því að reiða fram fé. Ef Íslendingar ætla að vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að bjóða þeim sem verða náunga sínum að bana að taka fulla ábyrgð á því með því að greiða fjölskyldu hins látna fébætur.

Nú eða þá segja skilið við samtök sem líta á það sem ásættanleg vinnubrögð að drepa sakleysingja og borga svo bara.

 

admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago