Jón Loðmfjörð hefur undanfarið leitað svara við spurningu sem varðar mikilvægan þátt menningarinnar en engum öðrum virðist hafa dottið í hug að bera undir frambjóðendur til sveitarstjórnakosninga. Spurningin er þessi:

Eruð þið uggandi yfir stöðu ljóðsins?

Lommi, eins og hann er kallaður, birti í gær niðurstöðurnar á Facebooksíðu sinni.

Halldór Halldórsson, sjálfstæðismaður svaraði:

Ljóðið er í góðum málum þótt það viti ekki af því enda er því alveg sama. Ljóðalestur er ekki á undanhaldi.

Alma Rut Lindudóttir liðsmaður Dögunar svaraði:

Ég elska ljóð og gaf út ljóðabók það er hægt að skoða hana hér. En ég er uggandi yfir stöðu ljóðsins.

Líf Magneudóttir, vinstri græn svaraði:

Nei. Ég kaupi mikið af ljóðabókum og held merki ljóðsins á lofti. Ljóðið er listform sem er manninum eðlislægt. Það finnur sér alltaf farveg og form.

Kári Emil Helgason, vinsti grænn svaraði:

Já, enda gaf ég Sóley Tómasdóttur ljóðabók í afmælisgjöf.

Þórlaug Ágústdóttir, pírati svaraði:

Já við erum öll uggandi. Verulega uggandi.

Jón Loðmfjörð hefur ekki birt svör fleiri frambjóðenda en víst er að sumir þeirra láta ekki hugfallast þótt staðan kunni að virðast ógnvænleg, heldur sækja fram á ritvöllinn sjálfir. Dæmi um það má sjá á fésbókarsíðu oddvita Framsóknar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago