Þingmenn allra flokka hafa farið þess á leit við félagsmálaráðherra að gefinn verði út leiðbeiningabæklingur fyrir öryrkja um réttindi þeirra og hvert þeir eigi að snúa sér til að sækja þann rétt. Þetta þykja mér góðar fréttir enda er örugglega þörf á slíkum bæklingi. Útlendingar á Íslandi þurfa líka á leiðarvísi að halda, kannski verða þeir næstir.

En öryrkjar þurfa ekki bara leiðarvísi um réttindi sín heldur einnig aðrar leiðbeiningar sem félagsmálaráðherra gæti veitt þeim. Eygló Harðardóttir er hagsýn húsmóðir sem hefur tekist að fæða fjögurra manna fjölskyldu fyrir aðeins 130.400 kr á mánuði eða 33.600 kr á mann. Nú eru öryrkjar stöðugt kvartandi um að þeir nái ekki endum saman. Þeir geta eflaust nýtt sér blogg þingmannsins til þess að fá góð ráð um matarinnkaup því á sama tíma og Eygló bloggaði um hagkvæmni í heimilisrekstri var örorkulífeyrir 34.053 kr á mánuði. Þeir öryrkjar sem fylgja fordæmi ráðherrans eiga því afgang!

Upphæð örorkulífeyris hefur nú hækkað upp í heilar 35.279 kr á mánuði. Ofan á örorkulífeyrinn fá þeir svo allskyns bætur og hafa því allt að 187.507 krónur í ráðstöfunartekjur í hverjum einasta mánuði! Auk þessa fá þeir allskonar afslætti. Þeir þurfa til dæmis ekki að borga nema skitnar 600 krónur fyrir komu á heilsugæslugæslustöð, sem er ekki nema sexhundruð krónum hærra en það sem alheilbrigt fólk í fullri vinnu þarf að borga í Skotlandi. Þrátt fyrir þetta kvarta örykjar.

Svo hér er hugmynd: Hvernig væri að félagsmálaráðherra gæfi út bækling, eða bara blogg, með leiðbeiningum um það hvernig 153.907 kr (ef við reiknum með að verð hafi ekkert hækkað í þeim búðum sem Eygló verslar við) duga fyrir húsnæði, rafmagni og hita, síma og nettengingu (svo þeir geti lesið hagsýnisbloggið), ferðakostnaði, hjálpartækjum, lyfjum og lækniskostnaði, fatnaði, viðhaldi heimilis og húsbúnaðar, afþreyingu og hátíðahöldum? Þetta hlýtur að vera einfalt fyrst ríkisstjórnin sá ástæðu til að hækka beina greiðsluþátttöku sjúklinga og öryrkja í heilbrigðisþjónustu.

 

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago