Nokkur trix sem asnar beita í umræðum

Internetið hefur þann kost að allir geta tjáð sig. En því fylgir sá ókostur að asnar eiga auðvelt með að halda uppi vondri umræðu og eyðileggja góða umræðu. Ef þú ert asni og vilt líta vel út á netinu í augum annarra asna, þá skaltu nota eftirfarandi trix.

  1. Beittu ritskoðun. Ekki með því að sía burt bull og persónuárásir heldur líka gild rök. Samþykku aðeins þau komment á bloggið þitt sem eru þér að skapi. Eyddu ummælum sem þú getur ekki svarað á FB veggnum þínum. Þá lítur veggurinn út eins og enginn geti svarað þér og heimskingjar munu trúa því.
  2. Kallaðu alla sem eru þér ósammála „tröll“ og notaðu frasann „ekki fóðra tröllin“ til þess að skjóta þér undan svörum.
  3. Beittu rökvillum og þegar þér er bent á rökvilluna segðu þá „ekki fóðra tröllin.“
  4. Kallaðu góð og gild rök strámann eða útúrsnúning. Það hljómar eins og þú vitir hvað rökvilla er og ef þú ert beðinn að útskýra í hverju strámaðurinn eða útúrsnúningurinn er fólginn, neitaðu þá að fóðra tröllin.
  5. Ásakaðu þá sem gagnrýna málflutning þinn um persónuárásir. Ef þú ert beðinn um að benda á það í hverju nákvæmlega persónuárásin felst, neitaðu þá að fóðra tröllin.
  6. Ef þú ert feministi nægir að kalla allt sem þú ert ósammála hrútskýringar. Fáir munu nenna standa í því að reyna að rökræða við þig svo þú getur lokað allri umræðu með þessum snilldartrixum.
  7. Ef þú lendir í þeirri aðstöðu að neyðast til að svara fyrir bullið í þér, ekki þá viðurkenna að þú hafir gert mistök. Segðu frekar að þeir sem gagnrýna þig hafi misskilið þig.
Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago