Stuðningsmönnum ritskoðunar gengur að vonum illa að svara því hversu langt megi ganga í skoðaðanakúgun. Helstu „rökin“ fyrir því að hún eigi rétt á sér eru „hvað með rétt barnanna?“ og „mætti kennari kannski líka lýsa því yfir að barnaníð sé í lagi?“

Fyrri spurningunni er auðsvarað: börn eiga ekki rétt á því að  kennarar sem hafa einhverjar skoðanir sem henta þeim ekki afsali sér réttinum til þess að ræða þær skoðanir opinberlega. Í skólastofunni á kennari hinsvegar ekkert með að flytja predikanir eða reka pólitískan áróður, ekki frekar en sundlaugaverðir mega troða skoðunum sínum upp á sundlaugargesti.

Seinni spurningin er áhugaverð en til þess að taka afstöðu til hennar þarf að kafa ofurlítið dýpra í málin.

Vitanlega væri það ekki bara brottrekstrarsök heldur tilefni til lögreglurannsóknar ef kennari lýsti því yfir að hann hefði í hyggju að forfæra börn eða hvetti aðra til þess, rétt eins og það hefði orðið lögreglumál ef Snorri í Betel hefði hvatt til ofsókna gegn samkynhneigðum eða lýst því yfir að hann ætlaði sjálfur að sjá um að refsa þeim.

En það er öllu áhugaverðara hversu langt kennari má ganga í því að hafa skoðanir sem ekki standast pólitískan rétttrúnað og ég er með spurningu sem ég vildi gjarnan að þeir svari sem álíta þetta afskaplega einfalt. Nú er áhugaleikfélag að setja upp sýningu á sögunni af Önnu á Stóruborg og smaladrengum Hjalta. Þessi saga hefur lengst af verið túlkuð sem ástarsaga en Hjalti var samkvæmt sögunni aðeins 15 ára þegar Anna átti frumkvæði að ástarsambandi þeirra. Ímyndum okkur að kennari skrifaði gagnrýni á leiksýninguna og segði sem svo að þrátt fyrir að hegðun Önnu teldist samkvæmt núgildandi lögum saknæmt líti hann ekki á hana sem barnaníðing. Mætti kennari láta þá skoðun í ljós?

Ég spái því að fylgismenn ritskoðunar muni svara einhverju allt öðru en þessari spurningu.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago