Fréttir af máli mannsins sem er ákærður fyrir að hafa banað barni sínu, með því að hrista það, vekja margháttaðan óhugnað.

Dauði barnins og kenningar um dánarorsök vekja óhugnað og enn meiri óhugnað þegar mögulegt er að foreldri hafi verið að verki.

Vísbendingar um að ungbarni hafi margsinnis verið misþyrmt vekja óhugnað.  Spurningin um það hversvegna enginn brást við þótt barnið bæri alvarlega áverka vekur óhugnað. Hvað var heilbrigðisstarfsfólk að hugsa? Eða vinir og ættingjar sem vissu af áverkunum? Hvað var mamman að hugsa?

Og það sem ráða má af fréttum um málatilbúnað ákæruvaldsins vekur líka óhugnað. Er saksóknari virkilega að láta að því liggja að samband sé milli tölvuleikjaspilunar og barnsdráps? Að það skipti einhverju máli hvort maðurinn tók oft eða sjaldan til hendi heima hjá sér? Að fólk sem er ekki haldið neinum geðsjúkdómi, en er hlédrægt, sé líklegt til að „snappa“ skyndilega og verða barni að bana?

„Þetta gerist mjög mjög hratt,“ sagði Sigríður. „Hann var engan veginn að höndla þessar aðstæður allar saman.“

Er ríkissaksóknari í alvöru að halda því fram að myndir af barninu brosandi hafi einhverja merkingu í þessu máli?

„Barnið hreinlega vildi ekki vera hjá honum. Það fór að gráta þegar það var hjá honum,“ sagði Sigríður og sagðist telja að það væri vegna þess að barnið hefði vitað að hann gæti meitt það. Það taldi hún sjást vel á myndum sem teknar voru þennan dag, þegar telpan var ein var hún kát og glöð en í fangi föður síns grét hún mikið.

Ég vona að umfjöllun fjölmiðla endurspegli ekki áherslurnar í málflutningi ákæruvaldsins. Því ef það skiptir einhverju máli hvort ákærði er fáskiptinn tölvuleikjafíkill, þá getum við búist við því að næst þegar manndrápsmál kemur fyrir dómstóla verði bent á þjóðerni, stéttarstöðu eða trúarskoðanir ákærða.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago