Mér fannst einhver hlutdrægnikeimur af þessari frétt, „Meintir mótmælendur á Seyðisfirði“  svo ég sló „meintir“ og „meintur“ upp á google. Fékk upp síður með orðinu í ýmsum samsetningum en þar sem það vísar til persónu eða fleiri manna kemur í ljós að menn eru gjarnan:

meintir morðingjar
meintir sjálfsmorðsárásarmenn
meintir hryðjuverkamenn
meintir brotamenn
meintir glæpamenn
meintir þjófar
meintir árásarmenn
meintir ofbelsismenn
meintir nauðgarar
meintir barnaníðingar

Í fáum tilvikum koma fyrir:
meintir spunameistarar (í merkingunni þeir sem reka pólitískan áróður)
meintir fróðir menn
meintir sakborningar
meintir álversvinir
meintir álversfjandmenn

Maður fær svona á tilfinninguna að sá sem er „meintur“ eitthvað, liggi undir rökstuddum grun um glæpsamlegt athæfi.

Reyndar er ekki ólöglegt að mótmæla Kárahnjúkavirkjun eða álverinu á Reyðarfirði, ekki ennþá allavega. Líklega eru þessir menn grunaðir um að hafa skoðanir sem stjórnvöldum eru ekki að skapi og að vera líklegir til að vekja rækilega athygli á þeim skoðunum sínum.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago