Voðalega fer það illa í fínu taugar landans ef einhverjum lúða tekst að fá óskir sínar uppfylltar.

Ætli það hafi nú ekki skeð á hærri stöðum að menn hafi skrifað sín eigin meðmæli eða fengið vini sína til þess og sent þau svo til undirritunar? Og hvað með það þótt Geir garmurinn hafi fengið Vigdísi og Ólaf í lið með sér? Skaðar það einhvern? Er það ósiðlegt? Nei, það er það nú ekki. Sýnir bara prýðilega sjálfsbjargarviðleitni. Það er auðvitað hroðalega hallærislegt að missa á flakk lofrollu um sjálfan sig en ekki finnst mér það merkilegt fréttaefni. Reyndar frekar hallærislegt af DV að birta fréttir af fölsuðu meðmælabréfi sem var svo aldrei lagt fram.

Margur hefur skríplað verr en Geir Ólafsson án þess að vera úthrópaður fyrir hæfileikaleysi. Umfram allt hefur þó karlgreyið verið gangrýndur fyrir að vera hrifinn af sjálfum sér. Hvort sem innistæða er fyrir sjálfsánægju hans eður ei er þó eitt á hreinu; hann hefur afrekað að gera einmitt það sem hann langaði mest og fá greitt fyrir það. Tel ég næsta víst að trú hans á eigið ágæti hafi átt nokkurn þátt í þeim árangri. Hversu hátt hlutfall þeirra sem æla yfir montið í Geir Ólafssyni skyldu hafa látið sinn dýrasta draum rætast? Hversu margir þeirra eiga sér yfirhöfuð draum?

Ég ber ívið meiri virðingu fyrir þeim sem gera það sem þeim sýnist þrátt fyrir skort á hæfileikum en þeim sem láta hæfileika sína ónýtta. Og það er nú bara þannig í þessu bananalýðveldi að menn komast þangað sem þeir ætla sér á frekju og félagstengslum.

Eva Hauksdóttir

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago