Fyrir nokkrum vikum setti listamaður upp á Háskólatorgi verk sem lýsir eðli þess lýðræðis sem við búum við.Þetta er myndband sem sýnir fólk að borða pylsur. Þú mátt velja hvaða meðlæti þú færð með pylsunni þinni af því að þú ert svo rosalega frjáls. Pylsan/pulsan er samt sem áður það eina sem er í boði. Þú horfir á pylsugerð og fólk borða pylsur svo lengi að þú kemst að raun um að hvorugt sé sérlega geðslegt, hvað þá skemmtilegt.

Að lokum kemur stúlka sem hafnar pylsunni. Hún biður ekki einu sinni um neitt annað, hún vill bara EKKI pylsu. Pylsunni er samt sem áður troðið ofan í hana með ofbeldi. Öllu meðlætinu er klínt yfr hana líka. Í lokin er svo karlmanni nauðgað, einmitt með pylsu.

Þetta er lýðræðið okkar. Ef þú kemst að þeirri niðurstöðu að þú viljir bara ekki pylsuna, hvaða meðlæti sem er í boði, þá hefurðu enga möguleika á að hafa áhrif á það hvernig landinu er stjórnað. Jafnvel þótt þú viljir fara í framboð, þá ertu bundinn af kerfinu, þú verður ekkert annað en enn ein sósan á pylsuna.

Sá sem vill ekki stjórnhætti sem einkennast af því að nokkrir tugir manna hreyti daglangt orðunum ‘háttvirtur þingmaður’ og ‘hæstvirtur ráðherra’ hver í annan í viðleitni sinni til að viðhalda valdapýramída þar sem stórfyrirtæki (og kannski lífeyrissjóðir) tróna efst, lögum og dómskerfi sem er sniðið til að viðhalda valdi hinna ríkustu og fjármálakerfi sem gerir ríkum auðveldara að auðgast æ meir á kostnað þeirra sem síst geta borið hönd yfir höfuð sér, getur alveg eins verið án kosningaréttar. Auðir seðlar og ógildir hafa engin áhrif, það er alveg eins hægt að sitja heima. Ef þú kýst skársta kostinn, þá færðu samt sem áður pulsuna sem þú hefur svo mikið ógeð á og ef þú kýst ekki færðu hana líka.

Það er engin lögleg leið fram hjá þessu. Eina rökrétta svarið er því að mótmæla þessu fyrirkomulagi, t.d. með því að neyta atkvæðisréttar síns í bókstaflegri merkingu, þ.e. að éta hann ofan í sig, eins og hverja aðra pylsu. Ég er ekkert viss um að það fari vel með mann að neyta kjörseðla en með hæfilegu magni af remúlaði ætti hann að ganga niður. Hann getur allavega ekki verið tormeltari en þrasið og froðusnakkið sem störf Alþingis einkennast af.

Lýðræðið er pulsa.

Margir ætla að skila auðu
admin

Recent Posts

Óþvegni ruddinn frá Nasaret

Mér hefur alltaf, frá því að ég var 7-8 ára, þótt Jesús frekar áhugaverður karakter.…

54 ár ago

Launasvik með andlitslyftingu

Það er ekkert nýtt að þeir sem vilja bæta ímynd sína taki upp ný orð…

54 ár ago

Facebook greiðir starfsfólki með geðröskun miskabætur

Facebook hefur samþykkt að greiða samanlagt 52 milljónir bandaríkjadala miskabætur til starfsfólks sem hefur fengið áfallastreituröskun vegna…

54 ár ago

Eru ráðherrar undanþegnir tveggja metra reglunni?

Mynd Ríkisútvarpsins frá blaðamannafundi í Safnahúsinu á Hverfisgötu í gær hefur vakið nokkrar vangaveltur á ritstjórn…

54 ár ago

Eru álfar kannski menn?

Kórónan hefur svo sannarlega kippt stórum hluta allrar starfsemi samfélagsins úr sambandi. Ein afleiðingin er…

54 ár ago

Daily Mail fær gæðavottun frá íslenska ríkinu

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja, líka í Evrópu. Og nú höfum við fengið staðfestingu…

54 ár ago